top of page

Music

Music

Hver er kerfisstjóri heimilisins?

Á heimilum, í fórum barna og í skólum landsins er að finna ótrúlega flóru af allskyns tölvubúnaði en þar má nefna borðtölvur, far- og spjaldtölvur, snjallsíma, beina og myndlykla.  Afleiðingin er töluvert breyttur heimur bæði fyrir börn og fullorðna og hver kannast ekki við að börnin virðast skilja betur þessa hröðu tækniþróun heldur en við foreldrarnir og eru fljótari að tileinka sér tæknina og nýta sér möguleikana sem í henni felast. 

Öllu þessu fylgir ábyrgð og hún liggur hjá þeim fullorðnu sem verða að geta tekist á við vandamálin sem vilja gjarnan fylgja aukinni tölvunotkun.  Því miður hafa allt of mörg börn lent á villigötum í tölvuheiminum, foreldrar hafa misst tökin og vita ekki hvernig þeir eiga að ná stjórn á hlutunum og finna hinn rétta meðalveg til að vernda börnin gegn hinu óæskilega.

Markmið þessa málþings er að foreldrar fái fræðslu og upplýsingar um hvernig þeir geti orðið „kerfisstjórar heimilanna“.

TAKIÐ KVÖLDIÐ FRÁ!

Hvenær

fimmtudaginn 14. mars frá kl. 18:00



Hvar

í Sal Brekkkuskóla á Akureyri



Á dagskrá

Aðalfyrirlesari: Eyjólfur Örn Jónsson

Forvarnarfulltrúi kynnir sk. virknihóp

Fyrirtæki kynna gestum hvernig best er að umgangast tæknina 

 

Hið stafræna heimili, mynd eftir KRISTEN NICOLE	 | Published March 19, 2012
  • Wix Facebook page
bottom of page